Sunna Björk Magnúsdóttir úr 10. bekk, Víðistaðaskóla sigraði í smásagnakepnni grunnskólanna í Hafnarfirði en það er keppni sem nemendur í 8.-10. bekk geta tekið þátt í.
Verðlaunin voru veitt á lokahátíð Stóru upplestrarhátíðarinnar sem haldin var í Víðistaðakirkju í gær.
Saga hennar, „Í hafinu leynist eilífðin“ þótti best af þeim fjölmörg sögum sem bárust.
Fékk hún verðlaunaskjal og listaverkabækur í verðlaun og fjóra miða í kvikmyndahús.

Í 2. sæti varð Birta Jóhannsdóttir úr 9. bekk í Öldutúnsskóla fyrir sögu sína „Ljósið í myrkrinu“. Fékk hún verðlaunaskjal og listaverkabækur.
í 3. sæti varð Sigurður Bragi Birkisson úr 10. bekk í Víðistaðaskóla fyirr sögu sína Blindsker.
Fjarðarfréttir munu að venju birta verðlaunasögunu í jólablaðinu.