fbpx
Mánudagur, nóvember 4, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSvartir kettir, fullt tungl og rauðhærðar konur

Svartir kettir, fullt tungl og rauðhærðar konur

Ný bók eftir Hafnfirðinginn Símon Jón Jóhannsson

Símon Jón Jóhannsson hefur gefið út bókina „Svartir kettir, fullt tungl og rauðhærðar konur – Hjátrú af ýmsum toga“

Bókin fjallar um hjátrú af ýmsum toga, bæði innlenda og erlenda, gamalgróna og nýja. Símon leitast við að setja efnið fram á skýran og einfaldan hátt með því meðal annars að flokka hjátrúna í efnisflokka svo sem: Dýr, tíminn, líkaminn, ástir og kynlíf, matur og drykkur, athafnir, börn, hlutir, sjúkdómar og dauði.

Hjátrú hefur verið stór hluti af íslenski menningu en fólk hefur þó tekið henni mis alvarlega, ekki síst í seinni tíð.

Símon hefur áður skrifað bækur um hjátrú, „Sjö, níu, þrettán – hjátrú Íslendinga í daglega lífinu“ (1993), „Stóra hjátrúarbókin“ (1999), „Fyrirboðar, tákn og draumaráðningar“ (2007) og „Fyrirboðar og tákn. Auðnuspor og ólánsvegir í daglegu lífi“ (2017), auk þess sem hann hefur skrifað fjölda greina um þetta efni.

Efni bókarinnar er sótt til margra og ólíkra heimilda og sömu upplýsingar koma víða að.

Bókin er innbundin, tæpar 300 bls. Bókaútgáfan Hólar gefur bókina út.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2