fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSveinn Arnar leiðir tónlistarstarfið í Víðistaðakirkju og kallar eftir söngfólki

Sveinn Arnar leiðir tónlistarstarfið í Víðistaðakirkju og kallar eftir söngfólki

Sveinn Arnar Sæmundsson organisti hóf störf við Víðistaðakirkju þann 1. september sl. og leiðir tónlistarf kirkjunnar.

„Kórstarfið hefur farið vel af stað,“ segir Sveinn Arnar í samtali við Fjarðarfréttir. „Kór Víðistaðakirkju er skipaður rúmlega 30 félögum. Þau syngja hópaskipt við messur og hver kórfélagi syngur því að meðaltali eina messu í mánuði. Fyrir utan það að sinna kórsöng við helgihald kirkjunnar, heldur kórinn líka sjálfstæða viðburði sem og í samvinnu við aðra.“
Sveinn Arnar segir fjölbreytt og skemmtileg verkefni vera framundan og að kórinn geti bætt við sig söngfólki.

Kós Viðistaðakirkju. – Ljósmynd: Jón Svavarsson – MOTIV

„Karlar eru sérstaklega boðnir velkomnir, og þá sérstaklega bassar. Söngreynsla er æskileg en nótnalestur ekki skilyrði,“ segir Sveinn Arnar.

Hann segir það að syngja í kór sé afskaplega gefandi og það sé fátt betra eftir daginn en að setjast niður og syngja. „Aðstaðan í Víðistaðakirkju er frábær. Góð hljóðfæri og einstaklega hlýr og notalegur hljómburður. Eins og þetta gerist best,“ segir Sveinn Arnar, stoltur af nýju kirkjunni sinni en sl. 19 ár starfaði Sveinn Arnar sem organisti á Akranesi.

Kór fyrir 2. – 6. bekkinga

Einnig er starfandi barnakór við kirkjuna. Hann er skipaður ungmennum úr 2. bekk og upp í 6. bekk.

Söngglaðir krakkar eru boðnir vel­komnir á æfingar, sem eru á fimmtu­dögum kl. 13.45-14.30. Segir Sveinn Arnar alltaf sé eitt­hvað skemmti­legt á döfinni.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2