fbpx
Föstudagur, febrúar 21, 2025
HeimFréttirSveitarfélögin höfnuðu miðlunartillögu ríkissáttasemjara

Sveitarfélögin höfnuðu miðlunartillögu ríkissáttasemjara

Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hafnaði í dag miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu við kennara.

Kennarar höfðu samþykkt tillöguna í gærkvöldi.

Magnús Þór Jóns­son, formaður Kenn­ara­sam­bands Íslands, seg­ir í viðtali við Mbl að upp­sagn­ar­á­kvæðið sem SÍS er sagt hafa hafnað nú einnig vera í til­lögu tvö sem ríki og sveit­ar­fé­lög samþykktu í janú­ar.

29. janúar sl. samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar eftirfarandi bókun:

„Bæjarstjórn Hafnarfjarðar harmar stöðu kjarasamningsviðræðna Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Skammt er síðan kennarar í leik- og grunnskólum á nokkrum stöðum á landinu, m.a. í einum grunnskóla í Hafnarfirði, fóru í tímabundin eða ótímabundin verkföll. Þann 29. nóvember sl. var skrifað undir samkomulag milli aðila þar sem verkföllum kennara á öllum skólastigum var frestað og samningsaðilar gáfu sér tvo mánuði til þess að ljúka kjarasamningum og samkomulagið gerði ráð fyrir friðarskyldu á þeim tíma. Nú er þessum tveimur mánuðum að ljúka og samningsaðilar hvattir til að leiða málið til lykta svo hægt sé að leggja nýjan kjarasamning til undirritunar sem fyrst.“

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2