fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSvipmyndir frá sumardeginum fyrsta

Svipmyndir frá sumardeginum fyrsta

Sumri var fagnað í dag í ágætis veðri í Hafnarfirði. Fjölmennt var í miðbænum þar sem Víðavangshlaup Hafnarfjarðar fór fram en frjálsíþróttadeild FH sá um framkvæmdina og bauð upp á ýmsa skemmtilegar þrautir fyrir börnin; tímatöku í spretthlaupi, langstökk, kúluvarp og fleira en síðan tók við keppni í hlaupi. Þau yngstu hlupu eftir Strandgötunni en þau elstu hlupu um 800 m leið eftir Austurgötu og Strandgötu. Umfram allt var þetta skemmtihlaup en auðvitað var keppnisskapið með og hart barist.

Sjá má úrslitin hér neðst.

Skrúðganga og skemmtun á Víðistaðatúni

Að hlaupi loknu tók við skrúðganga Skátafélagsins Hraunbúa að Víðistaðatúni en að baki fánaborginni kom Lúðrasveit Hafnarfjarðar og svo löng röð af fólki sem stefndi í góða skemmtun á Víðistaðatúni.

Þar var margt í boði, heimatilbúnar þrautir skátanna, stærsta hengirúm landsins, hoppukastalar og unglingahljómsveit spilaði en þrír ungir skátar eru þar meðal félaga. Hægt var að baka sykurpúða, fara í kassaklifur, klifra í klifurvegg og kaupa heitt kakó og vöfflur svo eitthvað sé nefnt. Virtust allir skemmt sér vel enda veðri með besta móti og sólin skein inn á milli.

Ýmislegt fleira var í boði á sumardeginum fyrsta sem ekki náðust myndir af.

Úrslit í Víðavangshlaupi Hafnarfjarðar

Sigurvegarar í elstu aldurshópunum.
Sigurvegarar í yngri aldurshópunum.

6 ára og yngri

  • Jökull Nói Ingvarsson
  • Lísa María Andradóttir

7-8 ára

  • Sigin Mjöll Björnsdóttir
  • Styrmir Sævarsson

9-10 ára

  • Aldís Von Árnadóttir og Lilja Björk Tómasdóttir
  • Yusif Þór Hasan Bona

11-12 ára

  • Auður A. Jónsdóttir
  • Alexander Óli Magnússon

13-14 ára

  • Bryndís María Jónsdóttir
  • Sindri Dan Vignisson

Myndasýning

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2