Á íbúafundi í gær voru teikningar af nýju hjúkrunarheimili sem rísa á við hlið Sólvangs kynntar. Teiknistofan Úti og inni hannar húsið. Hjúkrunarheimilið á að rýma 60 manns í eins manns herbergjum en möguleiki á að vera á að opna á milli herbergja ef hjón búa hlið við hlið.
Framkvæmdum við húsið á að ljúka árið 2018 og mun Hafnarfjarðarbær ekki sjá um reksturs þess eins og nú er á Sólvangi heldur verður reksturinn boðinn út og verður því ekki á ábyrgð Hafnarfjarðarbæjar. Hafnarfjarðarbær fjármagnar hins vegar byggingu hússins og leigir ríkinu húsið og á þannig að fá stofnkostnaðinn til baka.
Sólvangur verður þá ekki lengur hjúkrunarheimili fyrir aldraða en Hafnarfjarðarbær sækir það stíft að fá að nýta Sólvang og hafa þar 20 hjúkrunarrými í viðbót en ekki hafa tekist samningar um það. Á Sólvangi er stefnt að því að hafa miðstöð fyrir ýmsa þjónustu fyrir eldri borgara og m.a. gert ráð fyrir áframhaldandi dagdvöl fyrir aldraða á neðstu hæðinni.
Á fundinum kynnti arkitekt fyrirkomulagið í húsinu, fulltrúi heilbrigðisráðuneytis kynnti rekstrarfyrirkomulagið en Helga Ingólfsdóttir formaður starfshóps um byggingu hjúkrunarheimilisins stýrði fundinum.