Hin árlega sumarblómasala Systrafélags Víðistaðakirkju stendur yfir við kirkjun þar sem seld eru sumarblóm beint úr gámum. Koma blómin, sem öll eru íslensk, frá Garðyrkjustöðinni Flóru í Hveragerði.
Sumrblómasalan er aðal fjáröflun félagsins sem hefur stutt dyggilega við bakið á kirkjustarfinu.
Það voru þær Karen Madsen og Ólöf Helga sem stóðu vaktina í dag en síðasti söludagur er á morgun þriðjudag! Opið er kl. 11-18.