Samþykktar hafa verið teikningar að húsum á lóðinni Lækjargata 2, þar sem hús Dvergs, Flygering & Co stóð áður.
Þetta er fjölbýlishúsaklasi sem er tvær til þrjár hæðir auk nýtilegrar rishæðar, með samtals 23 íbúðum , ásamt einu atvinnurými.
Á jarðhæð eru geymslur og sameiginleg rými auk tæknirýma og bílgeymslu en aðgangur að henni er frá Suðurgötu.
Atvinnurýmið er á horni Suðurgötu og Lækjargötu er skráð 113 m², en er ekki fullhannað en þar er möguleiki á verslun, þjónustu eða kaffihúsi. Þá er mögulegt að innrétta íbúðir á jarðhæð við Lækjargötu sem verslunar- og þjónusturými skv. byggingarlýsingu.
Það er fyrirtækið Klapparholt sem byggir húsin en arkitektastofurnar Krads og Trípólí hönnuðu húsin.
Töluverðar deilur hafa verið um þessar byggingar og hæð þeirra og hafa margir sagst eiga erfitt með að átta sig á hæð þeirra og áhrif á aðra byggð enda hafi flestar myndir verið sýndar sem ásýnd að ofan og ekki beitt nútíma tækni við að upplýsa fólk.