Laugardagur, apríl 12, 2025
HeimFréttirTekjur Hafnarfjarðar 2024 voru 1,7 milljarði lægri en áætlað var

Tekjur Hafnarfjarðar 2024 voru 1,7 milljarði lægri en áætlað var

Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar var lagður fram á fundi bæjarráðs í gær.

Þar kemur fram að tekjur sveitarsjóðs, A-hluta eru 43,7 milljarðar kr., um 1,7 milljarði kr. lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Rekstrargjöldin voru líka lægri, launakostnaður var 597 milljón lægri en áætlað var hækkun á lífeyrisskuldbindingum var 472 milljónum kr. lægri en áætlað.

Rekstrarafkoma A-hluta var jákvæð um 117,3 milljónir kr. en áætlun með viðaukum hafði gert ráð fyrir 962,7 milljón kr. rekstrarafgangi.

Veltufé frá rekstri A og B hluta nam 3.734 milljónum króna og var 975 milljónum yfir áætlun.

Þjónustufyrirtækin skila miklum hagnaði

B-hluta fyrirtækin, Vatnsveita og fráveita, sem eru þjónustufyrirtæki, skiluðu samtals 904 milljón kr. í rekstrarafgang, sem er 40% hærra en árið 2023.

Þá skilaði Hafnarsjóður 418 milljón kr. hagnaði, sem er 38% meira en árið á undan.

Langtímaskuldir A-hluta hækka um 13,5%

Langtíma skuldir A-hluta sveitasjóða voru 32,8 milljarðar kr. í árslok og höfðu hækkað um 13,5% á milli ára.

Langtíma skuldir A- og B-hluta sveitarsjóðs voru 38,8 milljarðar kr. í árslok og höfðu hækkað um 11,3%.

Skuldahlutfall í árslok var 133% en var í ársbyrjun 2024 129%

Stöðugildum fjölgaði um 60 og starfsmönnum um 70

Fjöldi starfsmanna hjá Hafnarfjarðarbæ voru í árslok 2024, 2.494 og hafði fjölgað um 70 en stöðugildum fjölgaði um 60 og voru í árslok 1.877 og skiluðu 1.938 ársverkum.

Launakostnaður bæjarstjóra og bæjarstjórnar var 123,9 milljónir kr. og hafði hækkað um 3,4% á milli ára. Laun og launatengd gjöld starfsmanna í A-hluta hækkuðu samtals um 8,5% á milli ára og voru 22,8 milljarðar árið 2024.

„Grunnrekstur Hafnarfjarðarbæjar gekk mjög vel“

„Grunnrekstur Hafnarfjarðarbæjar gekk mjög vel á síðasta ári þrátt fyrir heldur minni fjölgun íbúa en gert var ráð fyrir og hægari uppbyggingu m.a. vegna hárra vaxta. Fjárhagsstaða bæjarins er auk þess sterk. Veltufé frá rekstri var verulega yfir áætlunum sem styrkir getu sveitarfélagsins til að standa undir framkvæmdum og fjárskuldbindingum. Innviðafjárfestingar voru auknar verulega sem koma til með að skila sér í enn öflugri þjónustu og auknum lífsgæðum fyrir bæjarbúa. Hafnarfjarðarbær nýtur nú góðs af mikilli uppbyggingu íbúða- og atvinnuhúsnæðis á undanförnum árum sem mun styrkja tekjustofna sveitarfélagsins til framtíðar,“ segir Valdimar Víðisson, bæjarstjóri.

Ársreikningurinn verður svo lagður fram til fyrri umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.

Skoða má ársreikninginn hér.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2