fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirTelur Hafnarfjarðarbæ styrkja starfsemi skipalyftu Trefja með ólögmætum hætti – Uppfært

Telur Hafnarfjarðarbæ styrkja starfsemi skipalyftu Trefja með ólögmætum hætti – Uppfært

Stjórnarformaður Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur hefur sent bæjarstjóra ítarlegar athugasemdir

Lúðvík Börkur Jónsson, stjórnarformaður Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur hf. hefur ritað bæjarstjóranum í Hafnarfirði, Rósu Guðbjartsdóttur ítarlegt bréf þar sem gerðar eru athugasemdir við að Hafnarfjarðarhöfn hafi samþykkt að fara í 33 milljón kr. framkvæmdir til að skapa aðstöðu fyrir nýja skipalyftu Trefja ehf. en sagt er að skipalyftan sé eina sinnar tegundar. Þá segir ljóst að höfnin verði fyrir tugmilljóna fórnarkostnaði þar sem höfnin missi talsverðan hluta af núverandi viðleguköntum undir þessa sérhæfðu starfsemi.

Segir í bréfinu að Skipasmíðastöð Njarðvíkur telji að með því að kosta umræddar framkvæmdir sé Hafnarfjörður að brjóta gegn ákvæðum 61. gr. EES samningsins um ríkisstyrki.

Fullyrt er að aðeins einn aðili geti notað umræddan viðlegukant fyrir skipalyftu, Trefjar ehf. sem á síðasta ári fjárfestu í 75 tonna upptökuvagni sem félagið hefur ekki getað notað vegna skorts á aðgengi að sjó. Telur bréfritari að ekki liggi fyrir neinar upplýsingar um að gerður hafi verið samningur við félagið um endurgjald eða greiðslu fyrir aðstöðuna.

Með aðgerðinni sé ljóst að fjármunir sem sveitarfélagið notar til gerðar viðlegukants veiti Trefjum ehf. forskot í samanburði við aðra aðila á sama markaði sem hafa þurft að kosta sambærilegar framkvæmdir sjálfir.

Íhugar að senda erindi til Eftirlitsstofnunar EFTA

Íhugar Skipasmíðastöð Njarðvíkur að leita réttar síns vegna ólögmætrar ríkisaðstoðar Hafnarfjarðarbæjar meðal annars með því að senda erindi til Eftirlitsstofnunar EFTA vegna málsins.

Þá áskilur fyrirtækið sér rétt til að krefjast stöðvunar á framkvæmdum á meðan málið er þar til meðferðar.

Hafnarstjóri segir bréfið byggt á misskilningi

Bréfið var lagt fram á fundi Hafnarfjarðarhafnar í dag en undir sama lið kemur fram að farið hafi verið yfir stöðu framkvæmda við skipalyftuna og forsendur varðandi gjaldtöku vegna afnota af þeim hafnarmannvirkjum sem nýttar verða fyrir þjónustu skipalyftunnar.

Í samtali við Fjarðarfréttir segir Lúðvík Geirsson hafnarstjóri að bréfið sé byggt á misskilningi í því séu rangfærslur. Aldrei hafi staðið annað til en að Trefjar greiði fyrir þá aðstöðu og þjónustu sem fyrirtækið fái í tengslum við skipalyftuna.

Segir Lúðvík að aðstöðu fyrir skipalyftuna verði komið fyrir við grjótgarð við hlið lóðsbátanna og því sé ekki verið að taka af neinum viðlegukanti. Þá verði þessi aðstaða ekki eingöngu fyrir Trefjar heldi geti hver sem er í raun nýtt aðstöðuna.

Uppfært 4.10.2018 kl. 15:10.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2