fbpx
Mánudagur, nóvember 25, 2024
target="_blank"
HeimFréttirTenging milli Valla og miðbæjar verulega bætt fyrir hjólandi og gangandi

Tenging milli Valla og miðbæjar verulega bætt fyrir hjólandi og gangandi

Við tvöföldun Reykjanesbrautar var brúin yfir Strandgötu breikkuð og um leið var brúin lengd og undirgöng gerð fyrir gangandi og hjólandi.

Í svari við fyrirspurn Fjarðarfrétta segir Helga Stefánsdóttir, forstöðumaður umhverfis- og rekstrardeildar hjá Hafnarfjarðarbæ að verið sé að skoða hvernig best sé að breikka leiðina að Hvammabraut en tenging fyrir hjólandi og gangandi hefur verið flókin og erfið.

Hér má sjá hvernig núverandi stígur hlykkjast um götur og hæðir.

Verði sú breikkun vel heppnuð mun tenging milli Valla og miðbæjarins verða verulega betri fyrir bæði gangandi og hjólandi umferð.

Brúin fyrir breikkun.
Þarna er vinna við breikkun brúarinnar nýhafin.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2