fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirTerra tekur við sorphirðu í Hafnarfirði frá vori 2023

Terra tekur við sorphirðu í Hafnarfirði frá vori 2023

Innleiðing á nýju fyrirkomulagi sorphirðu hefst næsta vor

Sorphirða frá heimilium í Hafnarfirði var boðin út nýlega  og reyndist Terra ehf hlutskarpast. Hefur Hafnarfjarðarbær samið við Terru um sorphirðu frá heimilum frá vori 2023 til ársins 2031 og frá stofnunum sveitarfélagsins til 2026.

Skilmálar útboðs á sorphirðu hafa tekið umtalsverðum breytingum frá því sem áður var og eru í samræmi við sameiginlega yfirlýsingu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um innleiðingu á einu og samræmdu sorphirðukerfi og sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi.

Fjórir sorpflokkar í tveimur tvískiptum tunnum

Terra mun taka við sorphirðu Hafnarfjarðarbæjar vorið 2023 þegar samningur við núverandi þjónustuaðila rennur út. Samhliða hefst losun á fjórum flokkum af sorpi við heimili og stofnanir í Hafnarfirði. Úrgangsflokkarnir eru:

    • Lífrænn eldhúsúrgangur
    • Blandað heimilissorp
    • Pappír og pappi
    • Plastumbúðir

Almennt viðmið fyrir hvert heimili verða tvær tvískiptar tunnur. Ein tunna með hólfi fyrir lífrænan eldhúsúrgang annars vegar og blandaðan úrgang hins vegar og önnur tunna með hólfi fyrir plastumbúðir annars vegar og pappír og pappa hins vegar. Annað fyrirkomulag verður á tunnum í fjölbýli og við stofnanir. Ítarlegri upplýsingar um framkvæmd og fyrirkomulag verða kynntar þegar nær dregur innleiðingu á breyttu fyrirkomulagi.

Svar við ákalli íbúa á höfuðborgarsvæðinu

Á vormánuðum 2022 undirrituðu fulltrúar sveitafélaganna á höfuðborgarsvæðinu sameiginlega yfirlýsingu um samstarf vegna sorphirðu. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa lengi kallað eftir samræmdu sorphirðukerfi og flokkun við heimili og sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi. Kerfið er í samræmi við þær breytingar sem taka gildi á lögum um söfnun á úrgangi við heimili áramótin 2022-2023 og er að Norrænni fyrirmynd.

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Valgeir M. Baldursson forstjóri Terra handsöluðu samning um sorphirðu sveitarfélagsins á dögunum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2