Í fyrramálið, miðvikudag, verður opnaður nýr skyrbar á jarðhæðinni í verslunarmiðstöðinni Firði. Það eru hjónin Kristján Valur Gíslason og Steinunn Reynisdóttir sem eiga staðinn en með þeim Kristján Frank Einarsson sem á með þeim vörumerkið The Skyr factory.
Kristján segir að svona skyrbar hafi vantað í Hafnarfjörð svo hann er bjartsýnn á að viðtökurnar verði góðar en skyrréttir hafa notið sífellt vaxandi vinsælda. Þegar Fjarðarfréttir litu við í dag voru þeir í óða önn að leggja síðustu hönd á verkin og voru að prófa framleiðsluna sem öll fer fram á staðnum.
Skyrbarinn verður opnaður kl. 8.30 og verður opið til kl. 18 en Kristján vonast eftir að morgunsvangir Hafnfirðingar á leið í vinnu komi við og nái sér í skyrrétt.
50% kynningarafsláttur
Það verður 50% kynningarafsláttur fram á föstudag en síðan verður boðið upp á sérstök morguntilboð en Kristján segir að reksturinn verður aðlagaður og þróaður eftir því sem reynsla kemur á rekstur hans.