Það er gaman að sjá hvernig þjóðfélagið hefur breyst þegar gamlar myndir eru skoðaðar.
Á meðfylgjandi mynd sem Gísli Jónsson tók um 1965 á Þingholtsstræti vekur skilti athygli sem bannar hjólreiðar í Bankastrætinu.
Nú er keppst við að gera Laugaveg og Bankastræti að götu þar sem gangandi og hjólandi hafa forgang.
Til gamans birtum við tvær myndir úr Reykjavík til viðbótar. Kannast þú við staðina?