fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirÞegar hjólreiðar þóttu ekki við hæfi í Bankastrætinu

Þegar hjólreiðar þóttu ekki við hæfi í Bankastrætinu

Það er gaman að sjá hvernig þjóðfélagið hefur breyst þegar gamlar myndir eru skoðaðar.

Á meðfylgjandi mynd sem Gísli Jónsson tók um 1965 á Þingholtsstræti vekur skilti athygli sem bannar hjólreiðar í Bankastrætinu.

Nú er keppst við að gera Laugaveg og Bankastræti að götu þar sem gangandi og hjólandi hafa forgang.

Til gamans birtum við tvær myndir úr Reykjavík til viðbótar. Kannast þú við staðina?

Sölvhólsgata og Skuggasuns. Bifreiðin er ljósmyndarans og fékk síðar númerið G-3000.
Þessi mynd er líka úr skuggahverfinu og sést efst til hægri í turn verslunar Kristjáns Siggeirssonar við Laugaveg.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2