Þóra Björg Magnúsdóttir hefur tekið sæti í framkvæmdastjórn Coripharma. Hún hóf störf hjá félaginu í kjölfar kaupa Coripharma á þróunareiningu Actavis Group PTC í byrjun mánaðarins og mun stýra rannsóknum og þróun hjá fyrirtækinu.
Þóra Björg varð starfsmaður Actavis 2007, þá sem yfirmaður klínískra rannsókna í Evrópu og öðrum löndum utan Bandríkjanna. Áður var hún framkvæmdastjóri Lyfjaþróunar, fyrirtækis sem sérhæfði sig í tækni til inntöku lyfja með nefúða. Actavis keypti Lyfjaþróun árið 2007.
Þóra Björg er með mastergráðu í lyfjafræði frá Háskóla Íslands.
Um Coripharma
Coripharma er nýtt hafnfirskt lyfjafyrirtæki sem byggir á traustum grunni. Fyrrverandi starfsmenn Actavis og fjárfestar keyptu lyfjaverksmiðju Actavis 2018. Coripharma sérhæfir sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja, sem það selur til annarra lyfjafyrirtækja um allan heim.