fbpx
Mánudagur, nóvember 4, 2024
target="_blank"
HeimFréttirÞórdís og Bryndís komnar í mark - Kári Steinn fyrstur Íslendinga

Þórdís og Bryndís komnar í mark – Kári Steinn fyrstur Íslendinga

Gríðarlega erfitt hlaup í fallegu umhverfi á Ítalíu

Heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum fór fram í dag í Badia Prataglia í Toscani héraðinu á Ítalíu.

Landslið Íslands skipa þau: Elísabet Margeirsdóttir, Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, Bryndís María Davíðsdóttir, Sigríður Einarsdóttir, Kári Steinn Karlsson, Guðni Páll Pálsson, Daníel Reynisson og Birgir Sævarsson.

Kári Steinn Karlsson kom fyrstur Íslendinga í mark á 05:21:17 tímum og varð nr. 65 í röðinni.

Guðni Páll Pálsson var annar Íslendinga á 06:06:02 tímum og varð nr. 155.

Daníel Reynisson kom næstur á  06:21:41 tímum og varð nr. 173.

Elísabet Margeirsdóttir varð fyrst íslenskra kvenna á 06:25:18 tímum og nr. 178.

Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir úr Hlaupahópi FH varð önnur íslenskra kvenna og kláraði á 06:55:20 tímum og nr. 211.

Bryndís María Davíðsdóttir úr Hlaupahópi FH varð þriðja íslenskar kvenna á 07:43:26 tímum og nr. 230 í röðinni.

Sigurvegarinn í hlaupinu, spánverjinn Alberto Luis Hernando, kom í mark á 04:23:31 tímum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2