Á kynningunni Mín framtíð sem haldin var í mars í Laugardalshöll var Verkiðn með Íslandsmót í iðn- og verkgreinum.
Hafnfirðingurinn Þorgeir Sær Gíslason sem stundaði nám í Tækniskólanum í Hafnarfirði bar þar sigur úr býtum í pípulögnum.
Þorgeir lærði og vinnur í dag hjá Kára Samúelssyni sem rekur Pípulagnir Samúels og Kára.
Kári segist nú sjaldan taka að sér nema nema að hann sjái eitthvað í þeim sem getur gert þá að fyrsta flokks fagmönnum. Það skemmtilega og er kannski ekki tilviljun að sonur Kára, Kristófer Kárason vann einnig sömu keppni 2019 þegar hann hafði klárað að læra hjá föður sínum.
Þessi árangur Þorgeirs gerir honum fært að keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu Euroskils sem haldið verður í Þýskalandi árið 2027.