Sumarið 2018 bætist nýr hermir við þjálfun flugmanna á Flugvöllum. Von er á honum til landsins næsta vor.
Icelandair er fyrsta flugfélag heimsins til að kaupa þennan flughermi en Boeing flugvélaframleiðandinn er um þessar mundir sjálfur að gangsetja fyrstu fjóra flughermana í heiminum fyrir. Flughermirinn er fyrir Boeing 737 MAX og kemur frá TRU Simulation + Training í Kanada.
Fyrstu Boeing 737MAX vélarnar hjá Icelandair munu svo hefja áætlunarflug snemma á næsta ári.
Nýtt hús verður byggt utan um flugherminn sem verður áföst byggingunni á Flugvöllum þar sem Boeing 757-200 flughermirinn er núna til húsa. Sá hermir var tekin í notkun í janúar 2015. Hermarnir eru notaðir við nýþjálfun og reglubundna þjálfun flugmanna.
Rekstur fyrri hermisins hefur reynst mjög vel
Mikil þörf hefur verið fyrir flughermi á Íslandi að sögn Guðmundar Erni Gunnarssonar framkvæmdarstjóra TRU Flight Training Iceland, dótturfélags Icelandair. Icelandair er stærsti notandinn, en erlend flugfélög kaupa einnig þjálfun fyrir sína flugmenn í herminum.
Ákvörðunin um kaupin á 737MAX flughermi byggir einkum á hinum miklu vinsældum þessarar nýju flugvélagerðar en hún hefur selst hraðar en nokkur önnur vél í sögu Boeing“, segir Guðmundur Örn. „Um 3.600 Boeing 737MAX hafa þegar verið seldar, til viðbótar við þær níu þúsund 737 vélar sem fyrir eru í heiminum, og ljóst að mikil spurn verður eftir flughermiþjálfun flugmanna þegar vélarnar koma á markað. Stefnt er að því að öll þjálfun flugmanna sem fljúga hinum sextán 737MAX vélum sem Icelandair hefur pantað verði hér á landi og hefjist skömmu eftir að fyrstu vélarnar koma frá og með sumrinu 2018. Einnig mun hermirinn vera leigður út til þjálfunar flugmanna nokkurra þeirra fjölmörgu erlendu flugfélaga sem reka munu stóra flota MAX véla næstu áratugina,“ segir Guðmundur Örn í tilkynningur frá Icelandair.
Flughermar eru nákvæmar eftirlíkingar af stjórnklefum viðkomandi flugvélagerðar, þeir líkja eftir flugeiginleikum og unnt er að kalla fram margháttaðar bilanir og óvæntar aðstæður sem og flug við breytileg veðurskilyrði til að reyna á þjálfun flugmanna.
„Icelandair mun nýta þessar tvær flugvélagerðir, Boeing 757 og Boeing 737MAX, í leiðakerfi sínu til næstu framtíðar, og því fylgir mikil hagkvæmni að vera með þjálfun flugmanna hér á sama staðnum“, segir Guðmundur Örn. Framkvæmdir við nýbygginguna í Hafnarfirði munu hefjast í vor” bætir framkvæmdarstjórinn svo við.
Að Flugvöllum 1 er einnig þjálfunarsetur fyrir áhafnir flugvéla, kennslustofur, skrifstofur auk þess sem þangað mæta áhafnir Icelandair til vinnu.
Soffía H.