fbpx
Mánudagur, nóvember 25, 2024
target="_blank"
HeimFréttirÞúsundir manna á hátíðarhöldum í Hafnarfirði og mikil stemming - Ljósmyndir

Þúsundir manna á hátíðarhöldum í Hafnarfirði og mikil stemming – Ljósmyndir

Hátíðarhöld þjóðhátíðardagsins í Hafnarfirði hófust með skrúðgöngu frá skátaheimilinu. Lítið fór fyrir 300 manna fjöldatakmörkun og eflaust hafa nokkur þúsund manns verið í skrúðgöngunni sem liðaðist í átt að Læknum. Dagskrá var á mörgum stöðum og fólk dreifðist því vel um bæinn. Veðrið lék við bæjarbúa og ró var yfir fólki. Alls staðar var fjölmennt nema helst í Hellisgerði. Langar raðir voru við flesta staði sem seldu eitthvað til að borða og dagurinn var góð fyrimynd að hátíðardögum framtíðarinnar.

Fólk var virkt og tók þátt, ekki síst unga fólkið sem prófaði fjölmargt sem félög buðu upp á í bænum, hvort sem það var klifur, hlaup og stökk, siglingar eða annað.

Ljósmyndari Fjarðarfrétta tók nokkrar myndir sem sjá má hér.

Sjá um ljósmyndir hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2