fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirTilboð í knattspyrnuhús í Kaplakrika 53% yfir fjárhagsáætlun

Tilboð í knattspyrnuhús í Kaplakrika 53% yfir fjárhagsáætlun

Heildarkostnaður lægstbjóðanda 1.237 milljónir króna

Aðeins þrjú tilboð bárust í byggingu knattspyrnuhúss í fullri stærð sem Hafnarfjarðarbær áformar að byggja í Kaplakrika.

Í útboðinu var gert ráð fyrir jarðvinnu og gerð stoðveggja sem í sjálfu sér er ekki hluti af byggingunni en bjóðendur buðu frá 119,5 – 134,6 milljónum í þann hluta.

ÞG verk ehf. bauð lægst í byggingu hússins 1.102.864.855 kr.
– Jarðvinna og stoðveggir: 134.596.549 kr.

Munck Ísland ehf. bauð 1.154.439.374 kr.
– Jarðvinna og stoðveggir: 120.626.360 kr.

Spennt ehf. bauð 1.130.317.568 kr.
Jarðvinna og stoðveggir: 119.461.925 kr.

Allir gerðu ráð fyrir byggingu tjaldhúss enda var það nánast fyrirlagt í útboðsgögnum.

Gert var ráð fyrir 720 milljónum kr. í verkið í fjárhagsáætlun bæjarins og því ljóst að tilboðin er langt yfir fjárhagsáætlun. Er lægst tilboðið 53% yfir því sem fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir og ef jarðvinna og gerð stoðveggja er tekin með er munurinn 72%.

Hlýtur þetta að raska verulega áætlunum bæjarins og ekki síður pólitískum loforðum um byggingu tveggja knattspyrnuhúsa í bænum í stað eins.

Ekki var gerð kostnaðaráætlun enda hafði verið tekin pólitísk ákvörðun um byggingu hússins sem byggði á áætlunum FH um kostnað við byggingu tjaldhúss.

Umhverfis og framkvæmdaráð áréttaði á fundi sínum í dag að framkomin tilboð séu verulega yfir þeim fjárhæðum sem áætlaðar eru til verkefnisins á fjárhagsáætlun og ekki í samræmi við forsendur fjárhagsáætlunar næstu þriggja ára um fjárfestingar íþróttamannvirkja sem kalli á endurmat.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2