fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttirTilraunaúttekt á Hamraneslínunum í dag

Tilraunaúttekt á Hamraneslínunum í dag

Verið að undirbúa komu Suðurnesjalínu 2 og færslu núverandi lína í jörðu.

Það stendur mikið til í og við tengivirki Landsnets í Hamranesi, innst á Völlunum á næstu misserum.

Gera þarf pláss fyrir Suðurnesjalínu 2 og einnig stendur til að leggja nokkrar af innkomandi línum tengivirkisins sem jarðstrengi.

Ein af þessum framkvæmdum kallar á að taka Hamraneslínur 1 og 2 báðar úr rekstri á sama tíma m.a. vegna persónuöryggis.

Hamraneslínurnar tvær eru 220 kV sammastra systralínur sem mynda mikilvægt bakbein raforkuafhendingar á suðvesturhorni landsins. Það er því mikilvægt að vanda til verka þegar þær eru teknar út vegna viðhalds eða framkvæmda.

Í tilkynningu frá Landsneti segir að þar skili tölvuhermanir miklu af gagnlegum upplýsingum en raunveruleikinn er ávallt flóknari og því þarf að gera tilraunaúttekt á línunum þar sem hægt er að fara í gegnum röð aðgerða og vakta gæði rafmagns og rekstrarhæfi í hverju skrefi.

„Það er ávallt áhætta fólgin í stærri úttektum en með góðum undirbúning þá vonum við að notendur rafmagns á nærsvæðinu finni ekki fyrir miklum áhrifum af þessari uppstokkun flutningskerfisins í kringum tengivirkið í Hamranesi.“ segir í tilkynningunni.

Aðgerðir við fyrrnefnda tilraunaúttekt standa nú yfir milli kl. 9-13 í dag, 24. apríl.

Í kjölfar þeirra ætti stjórnstöð Landsnets að vera reynslunni ríkari um mismunandi rekstrarástönd flutningskerfisins á suðvesturhorni landsins.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2