fbpx
Mánudagur, nóvember 4, 2024
target="_blank"
HeimFréttirTíu hjálparsamtök skipta á milli sín fimm milljónum kr. frá ríkisstjórninni

Tíu hjálparsamtök skipta á milli sín fimm milljónum kr. frá ríkisstjórninni

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita samtals fimm milljónum króna af ráðstöfunarfé sínu til tíu hjálparsamtaka sem starfa hér á landi.

Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar er meðal þeirra sem fá hluta af ráðstöfunarfénu.

Segir í tilkynningu að sú venja hafi skapast á undanförnum árum að ríkisstjórnin styrki slík samtök í aðdraganda jóla.

Þess má geta að bæjarráð samþykkti beiðni Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar á fundi sínum 21. október sl. og styrkti nefndina um eina milljón kr.

Samtökin eru:

  • Fjölskylduhjálp Íslands
  • Hjálparstarf kirkjunnar
  • Hjálpræðisherinn á Íslandi
  • Mæðrastyrksnefnd Akureyrar
  • Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar
  • Mæðrastyrksnefnd Kópavogs
  • Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
  • Mæðrastyrksnefnd Vesturlands
  • Rauða krossinn á Íslandi
  • Samhjálp.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2