fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirTjónið á bryggjunni í Straumsvík metið á 7,5 milljónir kr.

Tjónið á bryggjunni í Straumsvík metið á 7,5 milljónir kr.

Versta áttin sem þekkist í Straumsvík

Verkfræðistofan Strendingur skoðaðar skemmdir við suðurenda bryggjunnar fyrir löndun farmskipa í Straumsvík sem urði í óverðrinu sem gekk yfir landið 9. og 10. desember 2019.

Um 10 m langt gap er komið á varnargarðinn sem hlífði stálþilsgafli hafnarbakkans. Aldan hefur grafið sig um 15 m inn í gegnum grjótvörn og skolað burtu grjótvörn og fyllingarefni.

Áætlað er að um 150 m³ af grjótvörn og um 300 m³ af fyllingarefni hafi skolast burt og hefur útskolun gengið innundir þekju og hafnarsvæði.

Stöðugt álag var á hafnarsvæðið við Austurbakka í ríflega hálfan sólarhring af NNV átt en það er versta áttina sem við er að eiga í Straumsvík.

Samkvæmt veðurmælingum í straumsvík hefur vindhraði í kviðum verið um og yfir 30 m/s í um 12 klst. Ástæða skemmda er líklega að saman með miklum vindi og ölduhæð í langan tíma hefur vindstefna og öldustefna vísað beint á kverk milli grjótvarnar og stálþils. Þessi öldustefna er frá opnu hafi inn í gegnum hafnarminnið og beint á ofannefnda kverk.

Var það gróft mat Strendings að viðgerðarkosnaður gæti numið um 7,5 milljónum kr.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2