Nokkrir kennarar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar tóku til hendi á hreinsunardegi bæjarins í dag þegar hvatt var til þess að starfsmenn stofnana bæjarins og nemendur færu út og hreinsuðu í sínu nærumhverfi. Í Tónkvísl hefur lúðrasveit skólans aðsetur og þar er einnig hryndeild tónlistarskólans. Á bakvið húsið safnast oft ýmis konar rusl. Í snjóþyngslum á síðasta ári brotnaði tré í næsta garði og féll niður í baklóðina. Var ráðist á trjágreinina í ár sem vélsög. Hún fær nú nýtt hlutverk þar sem Fjölgreinadeild Lækjarskóla hefur óskað eftir að nýta hana.
Rusl var hreinsað á bak við húsið og einnig var gróður upp við húsið svo sem fíflar og gras fjarlægður og sópað.
Gott að geta snyrt í sínu nærumhverfi.