Menningar- og ferðamálanefnd samþykkti á fundi sínum í vikunni að styrkja átta verkefni við seinni úthlutun menningarstyrkja um samtals 1.205.000 kr. og fara þau til eftirtaldra verkefna:
- Gaflarakórinn, Gylfi Ingvarsson – 170.000 kr.
- Guðrún Erla Hólmarsdóttir, Freyðijól 2023 – 150.000 kr.
- Halla Sigrún Sigurðardóttir, Söngur fyrir líf og sál – verkin hans Friðriks – 75.000 kr.
- Harpa Gústavsdóttir, Kveikjum á kærleikanum – 160.000 kr.
- Heima hjá þér slf., Tælensk menningarhátíð – 100.000 kr.
- Kristbergur Óðinn Pétursson, Garðurinn og tíminn – 100.000 kr.
- Lúðrasveit Hafnarfjarðar, Tónleikahald haustið 2023 – 150.000 kr.
- Rakel Björk Björnsdóttir, Mæja jarðaber syngur með krílum Hafnarfjarðar – 300.000 kr.
Alls bárust 25 umsóknir um menningarstyrki.