fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirTristan sigraði örugglega í bikarsyrpu TR í skák

Tristan sigraði örugglega í bikarsyrpu TR í skák

Katrín Ósk keppir á Evrópukeppni barna og unglinga

Sjö krakkar úr Skákdeild Hauka tóku þátt í Bikarsyrpu Taflfélags Reykjavíkur sem fram fór um hvítasunnuna.

Bikarsyrpan er röð móta fyrir börn og unglinga sem haldið er einu sinni á mánuði á vegum Taflfélags Reykjavíkur.

Krakkarnir í Skákdeild Hauka hafa verið duglegir að taka þátt á þessum mótum frá í  nóvember og hafa staðið sig vel að sögn .

Um síðustu helgi stóðu krakkarnir sig einstaklega vel og hinn 13 ára Tristan Nash Alguno Openia vann öruggan sigur á mótinu og fékk 6,5 vinninga af 7 mögulegum.

Katrín Ósk keppir á Evrópukeppni barna og unglinga

Karín Ósk Tómasdóttir úr Skákdeild Hauka hefur verið valin til að keppa fyrir Íslands hönd á Evrópukeppni barna og unglinga sem fram fer í Prag í lok ágúst.

Katrín er fædd 2014 og byrjaði að æfa skák hjá Haukum í febrúar á þessu ári.

Í yngsta flokki 1. til 4. bekk sigraði Katrín Ósk Tómasdóttir með fullu húsi vinninga. Hún kemur úr Hvaleyrarskóla. Næstur kom Baltasar Máni Jónsson úr Helgafellsskóla og þriðji Þorvaldur Orri Haraldsson úr Hofsstaðaskóla. – Mynd: TR

Á þesum stutta tíma hefur Katrín náð eftirtekarverðum árangri, td varð hún efst stúlkna í sýnum aldursflokki á stúlkna- og drengja Meistaramóti Reykjavíkur og varð fyrst hafnfirskra stúlkna til að vinna keppnisrétt á Landsmóti Íslands í skólaskák.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2