Sjö krakkar úr Skákdeild Hauka tóku þátt í Bikarsyrpu Taflfélags Reykjavíkur sem fram fór um hvítasunnuna.
Bikarsyrpan er röð móta fyrir börn og unglinga sem haldið er einu sinni á mánuði á vegum Taflfélags Reykjavíkur.
Krakkarnir í Skákdeild Hauka hafa verið duglegir að taka þátt á þessum mótum frá í nóvember og hafa staðið sig vel að sögn .
Um síðustu helgi stóðu krakkarnir sig einstaklega vel og hinn 13 ára Tristan Nash Alguno Openia vann öruggan sigur á mótinu og fékk 6,5 vinninga af 7 mögulegum.
Katrín Ósk keppir á Evrópukeppni barna og unglinga
Karín Ósk Tómasdóttir úr Skákdeild Hauka hefur verið valin til að keppa fyrir Íslands hönd á Evrópukeppni barna og unglinga sem fram fer í Prag í lok ágúst.
Katrín er fædd 2014 og byrjaði að æfa skák hjá Haukum í febrúar á þessu ári.
Á þesum stutta tíma hefur Katrín náð eftirtekarverðum árangri, td varð hún efst stúlkna í sýnum aldursflokki á stúlkna- og drengja Meistaramóti Reykjavíkur og varð fyrst hafnfirskra stúlkna til að vinna keppnisrétt á Landsmóti Íslands í skólaskák.