Hin árlega og vinsæla dorgveiðikeppni Hafnarfjarðar var haldin í dag í glaða sólskini.
Keppnin stóð yfir í hálfan annan tíma og var opin öllum börnum á aldrinum sex til tólf ára. Börnin fylltu flotbryggjurnar í Flensborgarhöfn í von um að fá fisk á öngulinn.
Keppt var í þremur flokkum – flestu fiskarnir, stærsti fiskurinn og furðufisk mótsins.
Lítil veiði var í ár og segir Geir Bjarnason æskulýðsfulltrúi að veiði hafi farið minnkandi með árunum sem þó hafi ekki spillt áhuganum.
Börnin voru spennt þó sum þeirra nutu bara þess að fá að vera á bryggjunni. Sum veltu fyrir sér hver verðlaunin væru en önnur voru meira að huga að því hvar best væri að vera með færið. Ýmislegt var notað í beitu þó maísbaunir hafi verið vinsælastar og sem dæmi veiddist marhnútur á litla sneið af skinku.
Pétur Rúnar Pétursson, 8 ára, var með stærsta fiskinn, 320 g kola.
Stefán Kári Stefánsson, 9 ára, veiddi flestu fiskana, tvo fiska.
Brynjar Árni Eiríksson, 7 ára, veiddi furðufisk ársins, sem var marglitta.
Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar sáu um gæslu á svæðinu og Siglingaklúbburinn Þytur um gæslu af sjó.
Ljósmyndari Fjarðarfrétta leit við á bryggjunni og tók nokkrar myndir.