Hinn tvítugi Hafnfirðingur Leo Anthony Speight, úr Taekwondodeild Bjarkanna, var nú á nýju ári boðið að flytja til Manchester og vera partur af breska senior landsliðinu í Taekwondo (GB Taekwondo World Class Performance’ programme) þar sem hann verður í fullri vinnu sem afreksíþróttamaður.
Breska liðið tilkynnti opinberlega í gær að hann væri kominn í hópinn
Leo er með tvöfaldan ríkisborgararétt og því á hann þennan möguleika. Hann flutti út sl. fimmtudag og er strax kominn til Mexikó með liðinu, þar sem það verður við æfingar í tvær vikur.
Breska landsliðið er eitt það sterkasta í heimi og heilmikið afrek að komast þar inn. Aðstæðan og þekkingin þar er ein sú besta í heimi. Leo mun nú stunda æfingar og keppni með þeim allra bestu í heiminum.