Kl. 21 höfðu 42,1% kjósenda í Hafnarfirði kosið á kjörstað að sögn Þórdísar Bjarnadóttur formanns kjörstjórnar í Hafnarfirði.
En um 24% kjósenda höfðu kosið utan kjörstaðar og man Þórdís ekki eftir annarri eins þátttöku utan kjörstaðar í neinni kosningu undanfarið.
Stöðugur straumur var á tíunda tímanum í kvöld á kjörstað í Lækjarskóla og greinilegt að fólk vill sína afstöðu sína til frambjóðendanna í forsetakosningunum.
Þeir eru eins og fólk veit, sitjandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín.
