fbpx
Laugardagur, janúar 18, 2025
HeimFréttirUmhverfið10. bekkingar rita sviðsstjóra bréf og hafa áhyggjur af mengun

10. bekkingar rita sviðsstjóra bréf og hafa áhyggjur af mengun

Nemendur í 10. bekk K í Öldutúnsskóla vilja meiri umræðu um umhverfismál og mengun

Umhverfið er málefni sem ætti að varða okkur öll. Að þessu komust nemendur í 10. bekk í Öldutúnsskóla eftir að hafa lesið sér til, rætt um og unnið verkefni tengt umhverfinu, en viðfangsefnið er tekið fyrir í náttúrufræði. Eftir að hafa lært um súrnun sjávar, góð og slæm gróðurhúsaáhrif og magn sóunar eða ruslmyndun frá mannfólki fannst þeim nóg komið.

Hópurinn tók sig saman og ákvað að raddir framtíðarinnar yrðu að heyrast, þau erfa jú landið. Afraksturinn var lítið bréf, stílað á sviðstjóra framkvæmdarsviðs, þar sem talið var að erindið ætti best heima þar. Einnig var ákveðið að senda bréfið áfram á bæjarstjóra.

Innihald bréfsins var sem hér segir:

Kæri Sigurður!

Við í 10. bekk í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði höfum áhyggjur af stöðu mála, hvað mengun varðar. Okkur langar að bæta umhverfismál Hafnarfjarðarbæjar með því að auka flokkun. Með því lækka líkurnar að það myndist fleiri ruslaeyjur. Við getum til dæmis byrjað á því að fá plastflokkunartunnur á öll heimili og ef það er ekki hægt að fá þá gáma í hvert hverfi. Með því minnkum við plast sem fer út í sjó og/eða náttúru og skaðar lífríki þar. Einnig skorum við á fyrirtæki að nota umhverfisvænar pakkningar. Einnig væri frábært að fá fræðslu um umhverfismál og mengun Jarðar í alla grunnskóla og jafnvel fyrirtæki líka.

OKKUR ER EKKI SAMA OG YKKUR ÆTTI EKKI AÐ VERA ÞAÐ HELDUR!

Bréfið til sviðsstjóra umhverfis og framkvæmda hjá Hafnarfjarðarbæ
Bréfið til sviðsstjóra umhverfis og framkvæmda hjá Hafnarfjarðarbæ

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2