Samfélagsverkefninu, „Brúkum bekki“ var hleypt af stokkunum af Félagi eldri borgara, Félags sjúkraþjálfarar, Hafnarfjarðarbæ og öldungaráði 5. maí 2012. Með því var markmiðið að setja upp bekki með 250 til 300 m. millibili til að stuðla að aukinni hreyfingu eldri borgara og gera þeim kleift að fara út að ganga. Var talið mikilvægt að þeir gætu sest niður á bekki á göngu sinni í sínu nærumhverfi. Leitað var til fyrirtækja og félagasamtaka í Hafnarfirði til að koma að verkefninu.
Í fyrsta áfanga 2013 voru settir upp 30 bekkir.
Í öðrum áfanga verkefnisins var leitað til hönnunardeildar Iðnskólans í Hafanrfirði nú Tækniskólans um að koma að hönnun og smíði bekkja til að staðsetja við Ástjörn og Hvaleyrarvatn.
Í þriðja áfanga 2015 voru settir upp 11 bekkir og í ár hafa tveir bekkir bæst við.
Nú er búið að útbúa nýtt kort af bænum unnið sem sýnir þær gönguleiðir sem bekkir eru við. Almennt eru 250 til 300 m á milli bekkja. Kortin eru í öllum íþróttahúsum, sundstöðum, í Hraunseli, Hjallabraut 33, Hrafnistu, Höfn og í þjónustuveri bæjarins.
Eftirtaldir hafa komið að verkefninu með því að gefa einn eða fleiri bekki.
- Actavis
- Arionbanki
- Atlantsolía
- Bandalag kvenna Hafnarfirði
- Félag eldri borgara Hafnarfirði
- Fjarðarkaup
- Frímúrarastúkan Hamar
- Frímúrarastúkan Njörður
- Guðlaugur Jónasson
- Hafnarfjarðarbær
- Hafnarfjarðarhöfn
- Hvalur
- IKEA
- Íslandsbanki
- Kiwanisklúbburinn Eldborg
- Kiwanisklúbburinn Hraunborg
- Kvenfélagið Hringurinn
- Lionsklúbbur Hafnarfjarðar
- Lionsklúbburinn Kaldá
- Málmsteypan Hella
- Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar
- Sjúkraþjálfarinn
- Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
- Valitor
- Verkalýðsfélagið Hlíf
- Verkfræðistofa VSB
- Öldrunarmiðstöðin Höfn
Bekkirnir eru framleiddir hjá Málmsteypunni Hellu og eru merktir gefendum eða þeim sem gefandi tileinkar bekkinn.
Verkefnið heldur áfram og eru þeir sem vilja koma að verkefninu hvattir til að hafa samband við forsvarsmann þess, Gylfa Ingvarsson í síma 896 4001. Einnig er kallað eftir umsögn um verkefnið og ábendingar um nýjar gönguleiðir. „Áhugavert er að kynslóðir ræði málið og þeir yngri aðstoði þá eldri og gangi saman og setjist niður á bekk og taki upp létt bekkja spjall því við erum jú öll á sama bekk,“ segir Gylfi Ingvarsson en með honum í verkefnisstjórninni eru Haraldur Sæmundsson, Kristinn Magnússon, Loftur Magnússon og Jón Kr. Óskarsson. „Þökkum við öllum sem komið hafa að verkefninu „Brúkum bekki“ í Hafnarfirði fyrir frábært samstarf við að gera verkefnið svo öflugt.“