fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirUmhverfiðBílastæðin við Lambagjá sprungin

Bílastæðin við Lambagjá sprungin

Breyta þarf deiliskipulagi til að fjölga stæðum

Ekki er langt síðan ný bílastæði voru gerð norðan Lambagjár um leið og vegurinn að Kaldárseli og Kaldárbotnum var lokaður almennri umferð.

Strax eru bílastæðin orðin allt of lítil enda er stöðugur straumur fólks á svæðið til að njóta útivistar, ekki síst með göngu á Helgafell.

Þarna er miklu meira að sjá, m.a. hellana Fosshelli og Rauðshelli sem í raun eru hluti af 100 metra helli, 80 m helli, Vatnshelli, skógræktarsvæði í Valabóli, Tröllin á Valahnúkum, hraungíga við Gvendarselshæð, Litlu borgir austan Helgafells, Kýrskarð, Skólalund og fleiri skógræktarsvæði í Undirhlíðum en merktir stígar eru á svæðinu, þó þeim sé ekkert haldið við eða merkingum. Þá eru á svæðinu gríðarlega merkilegar minjar um vatnsveitu þar sem vatni var fleytt í stokkum frá Kaldárbotnum, yfir Lambagjána og því sleppt í hraunið ofan Sléttuhlíðar. Einhverju seinna kom það upp í Lækjarbotnum og dugði sem vatnsból fyrir Hafnarfjörð í fjölmörg ár.

Á leið upp á Helgafell

En nú má sjá bílastæðin troðfull og bílum lagt þar sem það er hreinlega mögulegt.

Skipulags- og byggingarráð fól í dag skipulagsfulltrúa að skoða bílastæðamál „við Kaldársel, Kaldárbotna og Gjárnar” eins og það er orðað í fundargerð en umhverfis- og framkvæmdarráð vísaði þann 6. maí sl. til skipulags- og byggingaráðs að endurskoða deiliskipulag Kaldársels, Kaldárbotna og Gjánna vegna bílastæðamála við Helgafell.

Yfirfull bílastæði

Núverandi bílastæði eru í um 2 km fjarlægð frá Helgafelli og 500 m fjær Helgafelli en gömlu stæðin við Kaldána.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2