Lionsklúbburinn Kaldá gaf bæjarbúum bekk í tilefni af 30 ára afmæli klúbbsins. Bekkurinn er staðsettur við Reykjavíkurveg gengt Hellisgerði.
Tilgangurinn er að stuðla að aukinni hreyfingu eldri borgara með því að bæta aðstæður til gönguferða í nærumhverfi bæjarbúa.
Er hann hluti af verkefninu „Brúkum bekki“ sem er búið að vera í gangi í bænum í nokkur ár. Að því verkefni standa Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Félag sjúkraþjálfara og Öldungaráð í samstarfi við Hafnarfjaðarbæ.