fbpx
Laugardagur, janúar 18, 2025
HeimFréttirUmhverfiðGauksás 39-65 valin fallegasta gatan - Viðurkenningar veittar fyrir fallega garða

Gauksás 39-65 valin fallegasta gatan – Viðurkenningar veittar fyrir fallega garða

17 ábendingar komu frá bæjarbúum.

Hafnarfjarðarbær afhenti viðurkenningar á föstudaginn fyrir fjóra fallega og snyrtilega garða, fyrir snyrtilega fjölbýlishúsalóð, fyrir þrjú snyrtileg fyrirtæki og fyrir fallegustu götuna.

Hafði verið kallað eftir ábendingum frá bæjarbúum á Facebook síðu bæjarins og bárust 17 ábendingar en 9 viðurkenningar voru veittar.

Viðurkenningarnar voru afhentar í fallegu umhverfi við húsakynni Skógræktarfélags Hafnarfjarðar í Höfðaskógi og voru gestir leystir út með trjáplöntugjöf. Helga Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi og Berglind Guðmundsdóttir, landslagsarkitekt hjá Hafnarfjarðarbæ afhentu viðurkenningarnar.

Gauksás 39-65 fallegasta gatan

Gauksás
Gauksás

Gauksás 39-65 var valin fallegasta gatan og segir í umsögn að þetta sé snyrtileg og falleg gata þar sem íbúarnir hafi metnað í að ganga snyrtilega frá lóðum sínum.

S2016 Gauksás-1Fallegustu og snyrtilegustu garðarnir

Brekkugata 25 er að mati dómnefndar virkilega vel hirtur og fallegur garður og greinilegt að íbúar leggi sig fram við að sinna honum af alúð. Mikil fjölbreytni sé í gróðurvali og mikil snyrtimennska.

Brekkugata 25
Brekkugata 25

Dvergholt 11 er að mati dómnefndar með fallegan og góðan garð, fjölskylduvænn og greinilega búið að leggja mikla alúð í hann. Fjölbreytni sé í gróðri og alls staðar verið að vina í beðum og gera huggulegt.

dvergholt 11
dvergholt 11

Fléttuvellir 29 er að mati dómnefndar fallegur og snyrtilegur garður þar sem enn sé pláss fyrir fjölbreyttan gróður. Garðurinn hafi allt til þess að þroskast og dafna vel með eigendum sínum.

Fléttuvellir 29
Fléttuvellir 29

Hringbraut 39 er að mati dómnefndar einstaklega fallegur garður þar sem húsráðendur hafi gert allt sjálfir af miklum metnaði. Þar sé allt svo fallega og nostursamlega unnið hjá þeim og hafi þau notað þá náttúru og það efni sem var til staðar við gerð garðsins.

Hringbraut 39
Hringbraut 39

Snyrtilegasta fjölbýlishúsalóðin

Hringbraut 2 a, b og c er að mati dómnefndar með snyrtilegt svæði við fjölbýlishús þar sem greinilega sé búið að vinna mikið í lóðinni og búa til dvalarrými. Hafi íbúar greinilega mikinn metnað fyrir því að halda lóðinni hreinni og snyrtilegri.

Hringbraut 2 a, b og c
Hringbraut 2 a, b og c

Snyrtilegustu fyrirtækin

Héðinn að Gjáhellu 4 fær viðurkenningu fyrir snyrtilega lóð. Að mati dómnefndar hefur Héðinn lagt metnað í góðan frágang á lóð á þeim stað í Hafnarfirði þar sem virkilega þurfi að taka til hendinni í lóðamálum. Þar standi Héðinn upp úr og hafi gert frá upphafi. Héðin er að fá viðurkenningu fyrir snyrtimennsku í annað sinn og er vonast til að fyrirtækið verði hvetjandi fyrir önnur fyrirtæki á svæðinu.
S2016-Héðinn-2

Krónan að Flatahrauni 13 fær viðurkenningu fyrir snyrtilega nýja lóð. Segir í umsögn dómnefndar að Krónan hafi byggst upp á ótrúlegum hraða og hafi lóðin verið fullbúin áður en verslunin var opnuð. Þar séu t.d. græn bílastæði með hleðslustaurum og sé Krónan fyrst til að setja upp hleðslustaura fyrir almenning hér í bæ. Öll bílastæði séu vel merkt og gönguleiðir að versluninni séu skýrar.

Te og Kaffi að Stapahrauni 4 fær viðurkenningu fyrir snyrtilega lóð. Í umsögn dómnefndar segir að eigandi hafi með undraverðum hætti náð að breyta ósnyrtilegri lóð í snyrtilegt fyrirtæki. Hafi verið hreinsað ótrúlega mikið af drasli í burtu og hafi fyrirtækið losað bæjarbúa við marga gáma af ónýtum bílum. Er vonast til að þetta verði hvetjandi fyrir önnur fyrirtæki á svæðinu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2