Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur tilkynnt um úthlutun styrkja vorið 2017. Alls eru veittir styrkir til 58 verkefna hringinn í kringum landið og nemur heildarfjárhæð styrkja 610 milljónum króna.
Hæsti styrkurinn í þessari úthlutun er að upphæð 60 m.kr. til verkefna í Landmannalaugum. Næsthæsti styrkurinn nemur 31,2 milljónum vegna verkefna í Rauðfeldargjá á Snæfellsnesi.
Bílastæði, skilti og stígar við Seltún
Hafnarfjarðarbær sótti um styrk til vinnu við frágang á bílastæði, stígagerð, göngupalla og
uppsetningu skilta við hverasvæðið í Seltúni í Krýsuvík. Var bænum úthlutað 8 milljónum kr. til verkefnisins.
Seltún er einn mikilvægasti ferðamannastaður Reykjaness, með tilheyrandi ágangi og
þörf fyrir innviði. Hverirnir eru varasamir og land erfitt til stígagerðar. Er styrkurinn til
áframhalds á fyrri uppbyggingu á staðnum sem er nauðsynleg til verndar náttúru og
eflingu öryggis.
Bætt aðgegni við Búrfell
Nágrannar okkar í Garðabæ fékk tæpar 10 milljónir kr. til að gera bílastæði við upphaf gönguleiða og bæta öryggi og aðgengi m.a. að Búrfelli, Búrfellsgjá og eystri hluta Selgjár.
Hér má sjá kort með yfirliti yfir styrkveitingar.