Aspir við Linnetsstíg eru komnar í haustlitina, græni liturinn er að víkja og guli liturinn að taka við. Margir telja að sumarið hafi verið mjög stutt, a.m.k. var sumarið það næstkaldasta á þessari öld á höfuðborgarsvæðinu og það fimmta kaldasta en rétt er að minna á að árin á öldinni eru aðeins 22.
Aðrir fagna hitadögunum og segja að sumarið hafi verið mjög gott – báðir dagarnir. En þó er löngu vitað að veðurminni okkar er ekki gott. Vonandi verður haustið því betra.