Hin árlega garðfuglakönnun Fuglaverndar hefst sunnudag 29. október 2023.
Tilgangur garðfuglakönnunarinnar er að fá upplýsingar um fuglategundir og fjölda fugla sem halda sig í görðum á Íslandi yfir vetrarmánuðina.
Jafnframt er tilgangurinn að hvetja fólk til að líta á fuglalífið í sínu nánasta umhverfi. Það skiptir ekki máli þó fólk byrji aðeins seinna að telja eða hætti fyrr – aðalatriðið er að vera með. Allt fuglaáhugafólk er hvatt til að kynna sér efnið og taka þátt.
Þátttakendur geta verið jafnt fullorðnir sem börn. Þeir sem fóðra fugla í garðinum sínum eru í góðri aðstöðu og hvattir til að taka þátt. Hægt er að telja í almenningsgörðum ef maður á ekki garð.
Hvernig fer garðfuglakönnun fram?
Á heimasíðu Fuglaverndar eru leiðbeiningar og eyðublöð fyrir könnunina.
Lesa meira um fóðrun garðfugla, fuglagarðinn og garðfuglategundir hér.
Garðfuglakönnun lýkur laugardaginn 27. apríl 2024.
Niðurstöður athuguna sendar inn
Að loknum athugunartíma má senda niðurstöður á netfangið gardfugl@gmail.com.
Einnig hægt að senda með landpósti merkt: Fuglavernd, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík.
Fólk hvatt til að taka þátt
Fólk er hvatt til að taka. Því fleiri sem taka þátt þeim mun betri upplýsingar fást um garðfugla.
Árið 2022-23 voru athugendur 61, fjöldi staða 49 og 17 tegundir sáust.
Félagið þarf upplýsingur úr fleiri en 50 görðum, helst úr 200 görðum.