Nokkur umræða varð á Facebook um flutning á leikfangakastala af lóð leikskólans Kató við Hlíðarbraut sem síðast var deild frá leikskólanum Brekkuhvammi en það var nafnið sem leikskólinn Smáralundur fékk þegar hann sameinaðist leikskólanum Kató.
Nú er leikskólarekstri þar hætt og voru þá eftir húsið og leiktæki fyrir utan auk þess sem ennþá er skilti við Hringbraut sem vísar á Brekkuhvamm.
Kastalinn var fluttur af leikskólalóðinni og komið fyrir við frístundaheimilið við Öldutúnsskóla þar sem verið er að endurnýja lóðina.
Gagnrýnt var að kastalinn væri tekinn og verið væri að moka burtu eina leikvelli hverfisins.
Að sögn Guðjóns Steinars Sverrissonar, garðyrkjustjóra Hafnarfjarðar er aðeins verið að færa kastalann að Öldutúnsskóla þar sem þótti meiri þörf fyrir hann. Þar er verið að lagfæra leikvöll við frístundaheimilið við skólann.