fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirLæti í veðrinu en ekki vitað um stór tjón

Læti í veðrinu en ekki vitað um stór tjón

Veðrinu slotaði fljótlega upp úr hádegi

Mikil læti voru í veðrinu þegar það náði hámarki hér í Hafnarfirði um hádegisbil. Lágsjávað var og því lítil hætta á sjávarflóðum en vindáttin var líka út úr höfninni. Ýmislegt lauslegt flaug um, ruslatunna og byggingatimbur á Ásbrautinni, auglýsingaskilti fuku á Haukasvæðinu, gangbrautarskilti fauk við Bæjarhraun en ekki er vitað um nein stór tjón í bænum.

Ástjörnin var á köflum eins og ólgusjór

Að sögn Guðjóns Steinars Sverrissonar verkstjóra hjá Hafnarfjarðarbæ höfðu óvenju fá símtöl borist fyrir hádegið en ekki væri farið út nema hætta væri á ferð.

Ástjörnin var eins og stjórsjór á tímabili og fólk hélt sig innandyra. Veðrinu slotaði mikið strax upp úr hádeginu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2