fbpx
Mánudagur, nóvember 25, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSkipulagsmálLega stígs að Kaldárbotnum ákveðin

Lega stígs að Kaldárbotnum ákveðin

Engin kynning fyrir almenning áður en ákvörðunin var tekin

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum í síðustu viku legu göngu- og hjólastígs að Kaldár­botnum, sem er framhald af stíg sem lagður hefur verið að Hvaleyrar­vatns­vegi.

Stígurinn verður með aðgreiningu umferðar gang­andi, hjólandi og hesta á kafla þar sem stígurinn liggur meðfram reiðleið sem, án þess að gefið hafi verið upp í fundargerð, líkega er hluti gamla Kaldárselsvegar sem lokaður hefur verið fyrir bílaumferð.

Mikill vilji hefur verið fyrir svona stíg að Kaldárbotnum enda fjölgar sífellt fólki sem vill komast í upplandið við Helgafellið.

Stígurinn sem þegar er kominn er þó nokkuð umdeildur og sérstaklega vegna þess hversu hæðóttur hann er og hjólandi hafa sumir kosti að fara Kaldárselsveginn í staðinn. Þá er hann malbikaður og enginn malarslóði meðfram honum og getur hann orðið mjög háll og hræðast menn sérstaklega svörtu ísinguna, þegar rakt loft frýs á malbikinu án þess að ísinn verði hvítur.

Stígarnir í upplandinu eru margir hverjir ekki upp á marga fiska en geta þó verið skemmtilegir.

Sífellt fleiri hlauparar og skokkarar nýta sér að fara í upplandið einmitt til að forðast malbikið.

Eflaust hafa gagnrýnisraddir um hæðóttan eldri hlutann verið teknar til skoðunar við ákvörðun á legu fram­haldsstígsins en sú leið hefur ekki verið kynnt almenningi né óskað eftir álit almennings á legu hans.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2