Um 25 manns mættu í grenjandi rigningu og roki til að gróðursetja tré á sjálfboðaliðadegi Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Ekki voru allir háir í loftinu en eiga eftir að fylgjast með trjánum stækka um leið og þeir stækka sjálfir.
Löng hefð er fyrir þessum degi, sem og starfi sjálboðaliða við gróðursetningu hjá félaginu og er það mikivægur þáttur í félagsstarfinu.
Gróðursettar voru 650, tveggja til fjögurra ára trjáplöntur í hlíðarnar þar sem öskuhaugar bæjarins voru áður og síðan jarðvegstippur, ofan við módelflugvöllinn.
Svæðið er grýtt en frjósamt og var fremur erfitt að grafa holur og var upp bratta brekku að fara með plöntur. Þetta létu þessir hörðu sjálboðaliðar ekki aftra sér enda beið þeirra gómsæt súpa í lokin í húsakynnum Skógræktarfélagsins í Höfðaskógi.
Ljósmyndir: Bryndís Björgvinsdóttir.