fbpx
Mánudagur, janúar 6, 2025
HeimFréttirLíflegt í og við Hvaleyrarvatn - Er flórgoðinn flúinn?

Líflegt í og við Hvaleyrarvatn – Er flórgoðinn flúinn?

Mjög líflegt var við Hvaleyrarvatn í dag og sjá mátti fólk allt í kring um vatnið þó flestir væru við norðaustur hlutann á sandströndinni.

Sjá mátti fólk á gangi, á hlaupum, hjólandi, syndandi, buslandi eða veiðandi á meðan aðrir nutu lífsins með eitthvað matarkyns með sér eða bara léku sér við börnin.

Þrjár stúlkur syntu í vatninu og léku listir sínar fyrir ljósmyndara Fjarðarfrétta á meðan þær nutu veðurblíðunnar og kældu sig í vatninu.

Hvaleyrarvatn

Töluverðar framkvæmdir eru við vesturenda vatnsins þar sem verktakar eru að leggja nýjan göngustíg nálægt vatninu og nálægt þar sem flórgoðapar hafði komið sér upp hreiðri. Hafa fuglarnir þó ekkert sést undanfarna daga að sögn viðmælanda Fjarðarfrétta sem sagði þrjú flórgoðapör hafi komið sér upp hreiðri við vatnið.

Nýr göngustígur við vestanvert Hvaleyrarvatn

Sagði hann miður að ekkert virðist gert til að vernda fuglalíf á varptímanum eins og gert er m.a. við Ástjörnina.

Svæði umhverfis Hvaleyrarvatn á eflaust bara eftir að verða vinsælla og því mikilvægt að allir séu meðvitaðir um það sem þar þarf að vernda.

Endurnýja á bílastæðið við vestanvert vatnið og malbika veginn að því.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

Gleðilegt nýtt ár

Yfirkeyrsla

Beina brautin

H2