Himinninn hreinlega logaði í morgun þegar sólin var að koma upp. Rauður himinn blasti við bæjarbúum í suðaustri yfir Helgafelli og Lönguhlíðum.
Fyrir þá sem illa þola skammdegið er svona litadýrð eflaust kærkomin en sólin skreið svo upp fyrir fjallatoppanna. Hún verður svo sest fljótlega upp úr kaffitímanum.
Hér má sjá nokkrar myndir sem ljósmyndari Fjarðarfrétta tók í morgun.