fbpx
Laugardagur, janúar 18, 2025
HeimFréttirUmhverfiðMeð hárið upp í loft í Ratleiknum

Með hárið upp í loft í Ratleiknum

Mikið stöðurafmagn myndaðist í þrumuveðri.

Kári Valur Sigurðsson var með sonum sínum Styrmi og Ými á Fjallinu eina fyrir skömmu er hann var að leita að merki í Ratleik Hafnarfjarðar.

Skyndilega fór að rigna með þrumuhljóðum. Þegar þeir litu hver á annan sáu þeir að hárið á þeim stóð allt út í loftið vegna rafmagns. Þeir voru fljótir að forða sér niður. Varð þeim ekki meint af

„Rafleiðni í röku lofti er meiri en þurru og hjálpa rigningardroparnir þar til. Þrumuveður er, eins og kunnugt er, næsta fátítt í þurru veðri. En sem betur fer er rigning ekki samhangandi fyrirbæri. Miðað við stærð hvers regndropa er hlutfallslega mikil fjarlægð á milli þeirra. Það næst því að öllu jöfnu ekki að myndast leiðandi rás frá einum dropa til annars. Þar af leiðandi rafmagnast ekki allt loftið í rigningu.

Rafleiðni loftsins sem við öndum að okkur breytist mjög með rakastigi loftsins. Þurrt loft leiðir rafmagn mjög illa en rakt loft miklu betur. Hlutir sem fá með einhverjum hætti á sig rafhleðslu tapa henni því fljótlega ef loftið er rakt en halda henni lengi í þurru lofti. Það sem við köllum stöðurafmagn er því algengast við slíkar aðstæður.“

Heimild: Vísindavefurinn

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2