fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirUmhverfiðMokað upp á gangstétt en ekki af henni!

Mokað upp á gangstétt en ekki af henni!

Snjó rutt af götu upp á gangstétt sem íbúar höfðu mokað

Það gengur á ýmsu í snjómokstri í Hafnarfirði. Átak hefur verið gert til að auka snjómokstur og snjómokstur á gangstígum og gangstéttum hefur aukist þó langt sé í land að hann skapi það öryggi sem honum er ætlað. Víða gengur fólk frekar úti á götu í stað þess að ösla snjóinn uppi á gangstéttum.

Mikil áhersla er lögð á að auka almenningssamgöngur en þá þarf líka að tryggja að gönguleiðir séu hreinsaðar og fólk borgar jafn mikið í fasteignaskatta þar sem vel er mokað og þar sem illa eða ekki er mokað.

Í Klukkuberginu hafa nokkrir íbúar reynt að halda gangstéttum framan við sín hús auðum. Oft er erfitt er að berjast við frostið en íbúarnir vilja alveg vera lausir við að ekið sé upp á gangstéttarnar sem þjappar snjónum og ekki síst að vera laus við að snjó og saltpækli af götunni sé rutt upp á gangstéttar. Meðfylgjandi mynd sýnir þar sem snjóruðningstæki hefur bæði rutt snjó upp á gangstéttina þar sem íbúi hafði mokað gönguleið auk þess sem þungu snjóruðningstækinu var ekið upp á gangstéttina og þjappaði snjóinn niður.

Örsjaldan eru gangstéttir á Klukkuberginu ruddar þó full ástæða sé til að ryðja gangstéttar þar enda umferð nokkuð mikil um götuna.

En það hlýtur að vera lágmarkskrafa að ekki sé rutt af götum upp á gangstéttir bæjarins!

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2