fbpx
Mánudagur, desember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirUmhverfiðÖrplast úr flíspeysum menga höfin

Örplast úr flíspeysum menga höfin

Vill skoða hvað hægt sé að gera til að minnka losun örplasts í Hraunavík

Engar hömlur eru á losun örplasts með skolpi á Íslandi eins og raunin er t.d. í Svíþjóð og í Finnlandi. Matís hefur unnið skýrslu um málefnið í norrænu samstarfi við Sænsku umhverfisrannsóknarstofnunina og Finnsku umhverfisstofnunina og Aalto-háskólann í Finnlandi. Kemur fram í skýrslunni að einugis er grófhreinsun í skolphreinsistöðvunum í Hraunavík og við Klettagarða í Reykjavík og plastefni sem eru minni en millimetri sleppa út.

Þó skolp sé skilgreint sem lífrænt efni sleppur gríðarlegt magn af plastefnum út og þegar þau eru nægilega lítil enda þau með að vera étin af fiskum og enda svo í matvælum fólks. Þetta örplast inniheldur ýmis eiturefni. Séu agnirnar nægilega litlar geta þær fræðilega komist í gegnum þarmavegginn og inn í blóðrás fólks.

Vill úttekt á Hraunavík

Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi vakti athygli á þessu á bæjarstjórnarfundi á fimmtudag og lagði hún fram tillögu um að fá útttekt á skolphreinsistöðinni í Hraunavík og kannað yrði hvað hægt væri að gera til að koma í veg fyrir losun örplasts þar.

Var samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Á vefnum tuttugututtugu segir að örplast eða míkróplast úr flísefnum sé áberandi í sjávarlífverum. Þar segir: „Í hvert skipti sem flík úr flísefni er þvegin sleppa um 2.000 míkróagnir út í frárennslið samkvæmt nýrri kanadískri rannsókn á vatnssýnum úr nágrenni borgarinnar Vancouver í Bresku-Kólumbíu. Mikið af þessum ögnum berst í dýrasvif í sjónum og síðan áfram upp fæðukeðjuna. Rannsóknin gefur svipaðar vísbendingar og aðrar rannsóknir sem gerðar hafa verið á áhrifum útivistarfatnaðar (aðallega úr flísefni og Gore-Tex) á lífríki sjávar, en norskar rannsóknir hafa m.a. sýnt fram á svipuð áhrif. Í norsku rannsóknunum kom fram að hægt væri að rekja um 100 milljónir plastagna í firðinum við Longyearbyen á Svalbarða til þvottavéla í öðrum löndum, en plastagnirnar ferðast um hafið með hafstraumum.“

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2