fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirUmhverfiðRúnar Pálsson er Hafnfirðingur til fyrirmyndar

Rúnar Pálsson er Hafnfirðingur til fyrirmyndar

Hefur séð um gestabók á Helgafelli

Rúnar Pálsson hlaut nýju nafnbótina og viðurkenninguna „Hafnfirðingur til fyrirmyndar“ á toppi Helgafells sl. fimmtudag, þegar vígð var ný útsýn­isskífa Rótarýklúbbs Hafnar­fjarðar.
Rúnar fer nær daglega á fjallið og hefur til 22 ára séð um gestabókina á Helgafelli. Áætla má að Rúnar eigi í dag um 150 bækur með alls konar skemmtilegum kveðjum frá gestum og gangandi.

Rúnar Pálsson og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri við nýju útsýnisskífuna á Helgafelli.

Þegar Rúnar fékk hugmynd að því að setja gestabók á fjallið fékk hann þáverandi vinnuveitenda sinn, ÍSAL, til að smíða kassa utan um bókina.

Fjölmargir koma á fjallið árlega og sagði Rúnar að eftir hrunið hafi um 16 þúsund manns komið á fjallið á ári og hafði fjöldinn tvöfaldast á örfáum árum. Segist hann hættur að reyna að telja fjöldann í dag en fjallið er geysilega vinsælt hjá göngu- og hlaupafólki.

Rúnar Pálsson

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri afhenti Rúnari viðurkenningarskjal og 150 þús. kr. ávísun til kaupa á næstu 100 gestabókum og þakkaði honum fyrir hönd bæjarbúa.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2