fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirUmhverfiðSkógræktarfélagið ryður útivistarstíga

Skógræktarfélagið ryður útivistarstíga

Fjöldi fólks á gangi um bæinn og um nærliggjandi uppland Hafnarfjarðar hefur aukist mikið undanfarnar vikur af nokkuð skiljanlegum ástæðum.

Að ýmsu þarf að huga til að allir geti notið útvistar, Hafnafjarðarbær hefur lagað veginn við Hvaleyrarvatn að hluta og starfsmenn Skógræktarfélags Hafnarfjarðar ryðja snjó af stígum svo fólk eigi auðveldara með að komast um.

Að hluta er þetta samstarfsverkefni við Hafnarfjarðarbæ þar sem Skógræktarfélagið ryður stígana í kringum Kaldársel, nýja Kaldárselsstíginn frá hringtorginu við Hlíðarþúfur og að Kaldárselsvegi og göngustíginn í gegnum Gráhelluhraun. En þessu til viðbótar ryður félagið marga stíga inni í skóginum í kringum skógræktarstöð félagsins. Eru þetta um 15-20 km af ruddum stígum skv. upplýsingum frá starfsfólki Skógræktarfélagsins.

Þá sér félagið einnig um að tæma fjölmargar ruslafötur á útivistarsvæðunum, bæði við Hvaleyrarvatn og allt upp í Kaldársel en sú vinna er einnig samstarfsverkefni félagsins og Hafnarfjarðarbæjar.

Fólk er beðið um að ganga vel um og ef ruslafötur eru yfirfullar er fólk að sjálfsögðu beðið um að taka sitt rusl með sér heim.

Hverjum dettur í hug að þetta sé ruslafata?

Nokkuð hefur borið á því að hundaskítur sé skilinn eftir í pokum á víðavangi og hér má sjá dæmi hvernig hundaeigendur hafa notað bæklingastand við eitt upplýsingaskilti til að troða pokum með hundaskít í. Lausaganga hunda við Hvaleyrarvatn er ekki heimil og virða það flestir og ganga vel um.

Annars er í nógu að snúast hjá Skógræktarfélaginu og starfsmenn þess og fleiri hafa verið iðnir við að grisja og snyrta skóginn. Það er sífellt viðameira verkefni enda hefur trjávöxtur verið mikill undanfarna áratugi.

Nýlega var unnið við grisjun á furuskóginum á Seldalshálsi við vestanverðan Selhöfða þar sem félagið fékk góðan liðsauka. Stafafuruskógurinn þarna er gróðursettur snemmma á níunda áratug síðustu aldar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2