Snjó hefur kyngt niður í dag og víða hefur skafið í djúpa skafla. Göngustígar sem mokaðir voru fyrr í daga voru eins og ómokaðir síðdegis.
Þrátt fyrir leiðinda veður og þungt færi var þó nokkuð um fólk á ferli og við Hvaleyrarvatn mátti víða sjá för eftir fólk á ferð. Við suðvestur hluta vatnsins sást hvergi í göngustíga sem þó hafa reglulega verið mokaðir. Þegar ljósmyndari Fjarðarfrétta fór þar um voru þar djúpir skaflar ofan á stígnum og svo djúpir að náði upp fyrir hné.
Búist er við vindi og rigningu í nótt og í fyrramálið svo líklegt að víða verði enn þungfærara.
Götur hafa verið mokaðar og á Strandgötunni undir Vesturhamrinum og við Ólarunstún hafa snjóruðningstæki farið það hratt að saltblönduðum snjónum hefur verið þeytt yfir gangstéttar og gert þær enn verri til yfirferðar.