fbpx
Laugardagur, janúar 18, 2025
HeimFréttirUmhverfiðSóðaskapur við Hádegishól

Sóðaskapur við Hádegishól

Eitt af gömlum landamerkjum Hafnarfjarðar og Garðabæjar er Hádegishóll, skammt aftan við slökkvistöðina við Skútahraun.

Hóllinn er gamalt eyktarmark frá Hraunsholti og þaðan kemur nafnið.

Þann 30. ágúst 1913 seldi landssjóður Hafnarfjarðarkaupstað eign Garðakirkju á kaupstaðasvæðinu og nokkurn hluta af öðru landi hennar; bein lína úr Balaklöpp við vesturenda Skerseyrar í veginn frá Hafnarfirði til Reykjavíkur (Engidal), um Hádegishól frá Hraunsholti. Selið stóð sunnan undir hólnum skammt frá bænum sem var fremur óvanalegt en alls ekki óþekkt. Staðurinn var allt eins kallaður Hraunsholtshellar, en hellarnir komu að góðum notum sem fjárskjól. Selminjunum var eytt þegar hrauninu var skóflað burtu af starfsmönnum Hagvirkis sem var með höfuðstöðvar sínar á þessum slóðum. Vottaði fyrir selinu að þeim tíma þó það léti ekki mikið yfir sér.

Úr aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025.
Úr aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025.

Hádegishóll færður undir lögsögu Garðabæjar

Hádegishóll er ekki lengur landamerki þar sem samið var um það fyrir stuttu að Hádegishóll yrði í Garðabæ. Var það gert í tengslum við skipulag á nýjum Álftanesvegi en vegurinn á að liggja á mörkum bæjarfélaganna og milli Hádegishóls og lóðar slökkvistöðvarinnar. Gömlu mörkin eru þó á aðalskipulagi Hafnarfjarðar og sjást á skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar og erfitt var að fá upplýsingar um þetta hjá Hafnarfjarðarbæ. Þær fengust þó og var upplýst að samkomulag á milli sveitarfélaganna hafi verið gert í maí 2014 og færðist Hádegishóllinn þá í Garðabæ en Hafnarfjörður fékk stærri sneið við Hrafnistu.

Breyting á sveitarfélagamörkum 2014.
Breyting á sveitarfélagamörkum 2014. Þau eru hvergi að finna á vef Hafnarfjarðarbæjar og samþykktin er ekki birt með fundargerð bæjarstjórnar 28. maí 2016.

Drasl og sóðaskapur

Á þessu svæði er mikill sóðaskapur en umferð gangandi hefur verið töluverð þarna í sumar, ekki síst vegna þess að þarna er eitt af merkjunum í Ratleik Hafnarfjarðar. Svæðið er einnig notað sem jarðvegstippur en þarna má finna stórar gamlar kerrur og ýmislegt drasl annað. Nær það frá hólnum og að ógirtri lóð slökkvistöðvarinnar sem er með töluverðan búnað þar og jafnvel bíla sem hafa verið notaðir til æfinga.

Stór hluti þessa svæðis er nú í landi Garðabæjar.

Svæðið er notað í dag m.a. sem jarðvegstippur.
Svæðið er notað í dag m.a. sem jarðvegstippur.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2